Hugrún Björnsdóttir

Rithöfundur | Vefstjóri | Verkefnastjóri

Uns dauðinn aðskilur okkur (Kamilla #2)

Væntanleg í júlí 2025

Rómantísk spennusaga

Réttarsálfræðingurinn Kamilla Brim er enn að takast á við dauða móður sinnar þegar lögreglan óskar eftir aðstoð hennar. Ungur maður hefur kært konu fyrir kynferðisbrot. Harðar ásakanir ganga á milli og samband þeirra er flóknara og nánara en virðist við fyrstu sýn. Kamilla þarf að greina milli sannleika og lygi sem runnið hafa saman í villuljós og dimman blekkingarvef.

Rót alls ills (Kamilla #1)

Storytel, 2024

Rómantísk spennusaga

Réttarsálfræðingurinn Kamilla Brim neyðist til að segja skilið við ástina í lífi sínu, snúa heim á ný og annast dauðvona móður sína. Hún er rétt að koma sér fyrir í nýrri stöðu hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, þegar Gísli Ágústsson, hrífandi og myndarlegur lögmaður óskar eftir sálfræðilegu mati á ungum manni sem játað hefur á sig morð.