Uns dauðinn aðskilur okkur (Kamilla #2)

Væntanleg í júlí 2025

Rómantísk spennusaga

Réttarsálfræðingurinn Kamilla Brim er enn að takast á við dauða móður sinnar þegar lögreglan óskar eftir aðstoð hennar. Ungur maður hefur kært konu fyrir kynferðisbrot. Harðar ásakanir ganga á milli og samband þeirra er flóknara og nánara en virðist við fyrstu sýn. Kamilla þarf að greina milli sannleika og lygi sem runnið hafa saman í villuljós og dimman blekkingarvef.

Fáanleg sem rafbók og hljóðbók á Storytel

Nánar um bókina

Réttarsálfræðingurinn Kamilla Brim er enn að takast á við dauða móður sinnar þegar lögreglan óskar eftir aðstoð hennar. Ungur maður hefur kært konu fyrir kynferðisbrot. Harðar ásakanir ganga á milli og samband þeirra er flóknara og nánara en virðist við fyrstu sýn. Kamilla þarf að greina milli sannleika og lygi sem runnið hafa saman í villuljós og dimman blekkingarvef.

Um leið hvílir fortíðin á Kamillu og bréfin sem móðir hennar skildi eftir sig vega þungt í hjarta hennar. Fyrrverandi er komin frá Bretlandi og hún getur hallað sér að honum, en hrífandi lögmaðurinn Gísli ratar enn á ný inn í líf hennar og flækir enn frekar. Kamilla þarf að gera upp hug sinn. Vill hún opna á fortíðina sem leynist í bréfunum? Mun hún fylgja hjartanu, taka áhættu og halda á ókunnar slóðir? Eða treysta á öryggi og fast land undir fótum? Vill hún í raun og veru vita hvers vegna faðir hennar yfirgaf fjölskylduna? Eða eru leyndarmálin best geymd grafin?